Get Started with Windows 10

Við kynnum Windows 10

​Í Windows 10 er að finna marga nýja eiginleika og endurbætur. Skoðaðu helstu nýjungarnar!

Einn, tveir og upphafsvalmynd

Upphafsvalmyndin er komin aftur og hún er persónulegri, skipulagðari og skemmtilegri en nokkru sinni fyrr.

Mynd af upphafsvalmyndinni

Veldu hnappinn „Opna“ 
       tákn upphafsvalmyndar
      á verkstikunni. Vinstra megin sérðu mest notuðu forritin, listann Öll forrit og flýtileiðir á aðrar staðsetningar í tölvunni, t.d. skráavafra og stillingar.

Sæktu forrit, tónlist og fleira


        Mynd af Windows-netversluninni

Í -netversluninni er allt á einum stað – tónlist, myndbönd, leikir og forrit.

Prófaðu forrit áður en þú kaupir það eða veldu ókeypis forrit. Windows 10-forritin þín virka á öllumWindows 10-tækjunum þínum.

Taktu völdin á vefnum með Microsoft Edge

Microsoft Edge er fyrsti vafrinn sem gerir þér kleift að taka niður glósur, skrifa, krota og merkja beint á vefsíður. Notaðu leslistann leslistatákn til að vista eftirlætisgreinarnar þínar og notaðu svo lesgluggann lesgluggatákn til að lesa þær síðar. Haltu bendlinum yfir opnum flipum til að sjá hvað er í þeim og taktu eftirlætisatriði og leslistann þinn með þér þegar þú notar Microsoft Edge í öðru tæki.

GIF-mynd sem sýnir forskoðunareiginleika flipans.

Hvar sem hægt er að slá inn texta geturðu líka skrifað

Microsoft Edge er ekki eina forritið þar sem þér býðst að nota handskrift. Notaðu -skjápennann, fingurinn eða músina til að skrifa alls staðar þar sem áður var hægt að slá inn texta. Eða þú getur bara párað hjá þér í OneNote. Við segjum engum frá því.

Skjámynd af glósum og merktum setningum á vefsíðu.

Skráðu þig inn og heilsaðu heiminum með Windows Hello

Ef það er tiltækt á þínu tæki mun Windows Hello breyta því hvernig þú skráir þig inn – það notar andlit þitt eða fingrafar í staðinn fyrir aðgangsorð. Opnaðu Stillingar  > Reikningar > Valkostir fyrir innskráningu til að setja þetta upp.

Skjáskot af lásskjá Windows Hello.

Allar myndirnar þínar á einum stað

Aldrei aftur endalaus leit. Forritið Myndir varðveitir allar myndirnar þínar og myndbönd á einum stað. Úr símanum þínum, tölvunni og OneDrive. Að því loknu skipuleggur forritið minningarnar þínar í albúm sem þú getur notið og deilt með öðrum.

Mynd af myndum