Þjónustusamningur Microsoft

Uppfært 1. ágúst 2010
Tekur gildi 31. ágúst 2010

Þakka þér fyrir að velja Microsoft!

Lestu þennan samning vandlega.Samningurinn gildir fyrir notkun þína á þjónustu eða hugbúnaði Windows Live, Bing, MSN, Microsoft Office Live eða Office.com eða annarri þjónustu eða öðrum hugbúnaði frá Microsoft sem birtir þennan samning beint eða vísar á hann („þjónustuna“).Með því að nota eða opna þjónustuna staðfestir þú að þú samþykkir þessa skilmála.Ef þú samþykkir þá ekki skaltu ekki nota þjónustuna.Þakka þér fyrir.

1. Gildissvið samningsins

Þetta er samningur á milli þín og fyrirtækisins Microsoft sem skráð er í 13. hluta („Microsoft“, „við“, „okkar“) um notkun á þjónustu frá Microsoft.Hlutar 1–13 gilda um allar þjónustur.Hlutar 14 og 15 gilda einungis ef þjónustan felur í sér greiðslur til eða frá Microsoft.Hlutar 16–20 gilda einungis ef þú notar hugbúnað eða þjónustu sem tilgreind er í þessum hlutum.Hugsanlega eru ekki allar af þessum þjónustum tiltækar að öllu leyti í þínu landi eða á þínu svæði.

Vinsamlegast athugaðu að engin frekari ábyrgð er í boði fyrir þjónustuna.Þessi samningur takmarkar einnig ábyrgð okkar gagnvart þér.Nánari upplýsingar eru í hlutum 9 og 10.

2. Notkun þjónustunnar

Þegar þú notar þjónustuna þarftu að fylgja þessum samningi, öllum gildandi lögum og stefnu Microsoft varðandi ruslpóst (http://go.microsoft.com/fwlink/?LinkId=117951).Þú þarft einnig að hlíta siðareglum (http://g.live.com/0ELHP_MEREN/243), ef það á við.

Þú mátt ekki nota þjónustuna til að skaða aðra eða þjónustuna.Til dæmis máttu ekki notað þjónustuna til að skaða, ógna eða áreita aðra manneskju, fyrirtæki eða Microsoft.Þú mátt ekki:skemma þjónustuna, gera hana óvirka eða leggja of mikið álag á hana (eða netkerfi sem tengt er við þjónustuna), endurselja eða endurdreifa þjónustunni eða einhverjum hluta hennar, nota óheimilan máta til að breyta, endurbeina eða fá aðgang að þjónustunni eða reyna að framkvæma þessar athafnir, eða nota sjálfvirkt ferli eða þjónustu (svo sem róbot, könguló, reglubundna biðminnisvistun upplýsinga sem geymdar eru hjá Microsoft eða leit í lýsigögnum) til að fá aðgang að þjónustunni eða nota hana.Hugsanlega getur þú fengið aðgang að vefsvæðum eða þjónustum í gegnum þjónustuna; þú samþykkir að við berum ekki ábyrgð á slíkum vefsvæðum eða þjónustum eða efni sem kann að vera í boði þar.

3. Windows Live kenni (einnig kallað „Microsoft-reikningur“)

Hugsanlega færðu frá okkur skilríki á auðkenningarneti Windows Live ID, til notkunar með þjónustunni.Þú berð fulla ábyrgð á viðskiptum þínum við þriðju aðila (þar á meðal auglýsendur) sem nota netkerfið, þar á meðal vegna afhendinga og greiðslna fyrir vörur.Þessi samningur gildir hvenær sem þú notar Windows Live ID. Þegar þú notar Windows Live ID til að fá aðgang að vefsvæði kunna skilmálar þess vefsvæðis, ef þeir eru frábrugðnir þessum samningi, einnig að gilda fyrir notkun þína á því vefsvæði.

4. Reikningur þinn hjá þjónustunni, tengdir reikningar og reikningar frá þriðju aðilum

Aðeins þú mátt nota reikning þinn hjá þjónustunni.Þú verður að halda reikningum og aðgangsorðum fyrir þig og mátt ekki leyfa þriðja aðila að fá aðgang að eða nota þjónustuna fyrir þína hönd, nema við bjóðum upp á samþykkta aðferð til þess.Þú verður að hafa samband við okkur um leið og þú færð grun um að reikningar þínir hafi verið misnotaðir eða að öryggisbrestur hafi átt sér stað í þjónustunni.Í sumum hlutum þjónustunnar er hugsanlega hægt að setja upp fleiri reikninga sem eru háðir reikningnum þínum („tengda reikninga“).Þú berð ábyrgð á allri virkni á reikningi þínum hjá þjónustunni og á öllum tengdum reikningum.

Ef þú notar tengdan reikning viðurkennir þú að eigandi reikningsins hjá þjónustunni hafi fulla stjórn yfir tengdum reikningi þínum.Ef þriðji aðili á borð við netþjónustuveitu, vinnuveitanda eða skóla gaf þér reikninginn þinn hefur sá aðili rétt að reikningnum og getur:stjórnað reikningnum, endurstillt aðgangsorð þitt eða gert reikninginn óvirkan eða eytt honum; skoðað notkun reikningsins og notandasíðunnar, þar á meðal hvernig og hvenær reikningurinn er notaður og lesið eða geymt efni á reikningnum þínum, þar á meðal rafræn samskipti, tengiliðalista og aðrar upplýsingar.

Ef þú notar hugbúnaðinn Windows Live Fjölskylduvernd til að hafa eftirlit með reikningum á tölvunni þinni staðfestir og ábyrgist þú að þú hafir leyfi til að samþykkja þennan samning fyrir hönd þeirra einstaklinga sem nota þessa reikninga.

5. Þitt efni

Að undanskildu því efni sem við veitum þér leyfi fyrir gerum við ekki kröfu um eignarhald á því efni sem þú leggur fram á þjónustunni.Þitt efni verður áfram þitt efni.Við stjórnum, staðfestum eða kynnum ekki efni sem þú eða aðrir gera aðgengilegt á þjónustunni.

Þú stjórnar því hverjir hafa aðgang að efninu þínu.Ef þú deilir efni á opnum svæðum þjónustunnar eða á samnýttum svæðum sem fólk sem þú velur hefur aðgang að, samþykkir þú að allir sem þú hefur deilt efni með megi nota það.Þegar þú veitir öðrum aðgang að efni þínu á þjónustunni veitir þú þeim ókeypis, óskorðaða heimild til að nota, endurskapa, dreifa, birta, senda og miðla efninu til almennings, einungis í tengslum við þjónustuna og aðrar vörur og þjónustur sem koma frá Microsoft.Ef þú vilt ekki að aðrir hafi þessar heimildir skaltu ekki nota þjónustuna til að miðla efni þínu.

Þú skilur að Microsoft gæti þurft, og þú veitir Microsoft hér með heimild til að nota, breyta, aðlaga, endurskapa, dreifa og birta efni sem birt er á þjónustunni, aðeins að því marki sem nauðsynlegt er til að veita þjónustuna.

Vinsamlegast virtu réttindi listamanna, uppfinningamanna og höfunda.Efnið kann að vera varið af lögum um höfundarrétt.Fólk sem birtist í efni kann að hafa rétt til að stjórna notkun á myndum af sér.Ef þú miðlar efni á þjónustunni á hátt sem brýtur gegn höfundarrétti annarra, öðrum hugverkarétti eða persónuverndarrétti, ert þú að brjóta þennan samning.Þú staðfestir og ábyrgist að þú hafir allar heimildir sem nauðsynlegar eru til þess að þú getir úthlutað heimildum þessa hluta og að notkun á efninu brjóti engin lög.Við greiðum þér ekki fyrir efni þitt.Við getum neitað að birta efni þitt af hvaða ástæðu sem er eða án ástæðu.Við getum einnig fjarlægt efni þitt af þjónustunni hvenær sem er ef þú brýtur þennan samning eða ef við segjum upp eða lokum þjónustunni.

Þú berð ábyrgð á að taka öryggisafrit af gögnum sem þú vistar á þjónustunni.Ef þjónustunni er lokað eða ef henni er sagt upp getum við eytt gögnum þínum varanlega af vefþjónum okkar.Okkur ber engin skylda til að skila gögnum til þín eftir að þjónustunni hefur verið lokað eða henni sagt upp.Ef gögn eru vistuð með gildistíma getum við einnig eytt gögnunum frá og með þeirri dagsetningu.Ekki er hægt að endurheimta gögn eftir að þeim hefur verið eytt.

6. Persónuvernd

Við söfnum tilteknum upplýsingum um þig til þess að geta rekið og boðið upp á þjónustuna.Þjónustan felur í sér að við getum einnig sjálfkrafa hlaðið upp upplýsingum um tölvuna þína, notkun þína á þjónustunni og afköst þjónustunnar.Við notum og verjum þær upplýsingar sem lýst er í yfirlýsingu Microsoft um persónuvernd á netinu (http://go.microsoft.com/fwlink/?LinkId=74170).Nánar tiltekið er okkur heimilt að nálgast eða gefa upp upplýsingar um þig, þar á meðal innihald samskipta þinna, í því skyni að:(a) fylgja lögum eða svara lögmætum fyrirspurnum eða lagaferlum, (b) vernda réttindi eða eignir Microsoft eða viðskiptavina þess, þ.m.t. til að framfylgja samkomulagi eða stefnu varðandi notkun þína á þjónustunni, eða (c) bregðast við í góðri trú á því að nauðsyn sé á slíku aðgengi eða slíkri birtingu til að vernda persónuöryggi starfsmanna og viðskiptavina Microsoft eða almennings.

Þjónustan er lokað tölvunet sem Microsoft starfrækir til hagsbóta fyrir sig sjálft og viðskiptavini sína. Microsoft áskilur sér rétt til að útiloka eða koma í veg fyrir sendingu tölvupósts eða annarra samskipta til eða frá þjónustunni sem lið í viðleitni okkar til að vernda þjónustuna, vernda viðskiptavini eða koma í veg fyrir að þú brjótir þennan samning.Tækni eða önnur meðul sem við notum kunna að hindra eða stöðva notkun þína á þjónustunni.

7. Hugbúnaður

Ef þú móttekur hugbúnað frá okkur sem hluta af þjónustu er notkun á honum skilyrt á annan hvorn eftirfarandi hátt:Ef þú færð leyfisskilmála sem þú þarft að samþykkja til þess að nota hugbúnaðinn gilda þeir skilmálar en ef engir leyfisskilmálar eru birtir gilda skilmálar þessa samnings.Við áskiljum okkur allan annan rétt á hugbúnaðinum.

Við getum athugað útgáfu þína af hugbúnaðinum sjálfkrafa.Við getum einnig hlaðið uppfærslum á hugbúnaði niður í tölvuna þína til að uppfæra, bæta og þróa þjónustuna enn frekar.

Allur hugbúnaður sem við veitum er veittur samkvæmt leyfi, ekki seldur.Ef við tilkynnum þér ekki um annað rennur leyfi hugbúnaðarins út þegar þjónustu þinni lýkur.Þá verður þú að fjarlægja hugbúnaðinn, annars getum við gert hann óvirkan.Þú mátt ekki finna leiðir í kringum tæknilegar takmarkanir í hugbúnaðinum.Þú mátt ekki taka sundur, bakþýða eða vendismíða hugbúnað sem fylgir með í þjónustunni, nema og aðeins að því leyti sem gildandi lög varðandi höfundarrétt leyfa þér.

Hugbúnaðurinn fellur undir viðeigandi bandarísk lög og reglugerðir varðandi útflutning.Þú verður að fylgja öllum lögum og reglugerðum, þíns lands og alþjóðlegum, sem gilda fyrir hugbúnaðinn.Þessi lög innihalda takmarkanir um áfangastaði, endanlega notendur og endanlega notkun.Þú mátt, án takmarkana, ekki flytja hugbúnaðinn eða þjónustuna til nokkurs sem er á bannlista ríkisstjórnar Bandaríkjanna (sjá Lists to check (listar sem á að athuga) frá fjármálaráðuneytinu), ríkisstjórna Íran, Súdan eða Kúbu, eða bannaðra meðlima kommúnistaflokks Kúbu, án þess að hafa leyfi ríkisstjórnar Bandaríkjanna.Þú staðfestir og ábyrgist að þú sért ekki á neinum þessara lista eða undir stjórn eða fulltrúi nokkurs á þessum listum eða aðila sem taldir voru upp hér að ofan.Nánari upplýsingar eru á vefsvæðinu Exporting Microsoft Products (vöruútflutningur) (http://www.microsoft.com/exporting).

Ef hugbúnaður þarfnast viðbóta við Microsoft Windows-hugbúnað, svo sem Myndvinnsluhluta Windows, mátt þú nota afrit af viðbótinni með hverju eintaki hugbúnaðarins sem þarf að nota með henni og sem er með gilt leyfi.Ef þú hefur ekki leyfi fyrir Windows-hugbúnaðinum mátt þú ekki nota viðbótina.Leyfisskilmálar Windows gilda fyrir notkun þína á viðbótinni.

Ef þú notar hugbúnaðinn til að fá aðgang að hugbúnaði sem hefur verið varinn með stafrænni réttindastjórnun Microsoft (DRM) getur verið að hugbúnaðurinn biðji sjálfkrafa um efnisnotkunarréttindi frá réttindaþjóni á netinu og sæki og setji upp DRM-uppfærslur til þess að þú getir spilað efnið.Nánari upplýsingar fást í upplýsingum um DRM í Microsoft yfirlýsingu um persónuvernd fyrir Silverlight (http://go.microsoft.com/fwlink/?LinkId=178857).

Þú mátt birta og prenta efni sem notar leturgerðir sem settar eru upp af þjónustunni en þú mátt ekki taka óheimil afrit af leturgerðunum.

8. Hvernig samningnum yrði breytt

Ef við gerum breytingar á þessum samningi látum við þig vita áður en breytingarnar taka gildi.Við getum tilkynnt um þetta með birtingu á þjónustunni eða með öðrum sanngjörnum leiðum.Ef þú samþykkir ekki breytinguna ber okkur ekki skylda til að halda áfram að veita þjónustuna og þú verður að segja upp og hætta að nota þjónustuna áður en breytingin tekur gildi.Annars munu nýju skilmálarnir gilda um þig.

9. ENGIN ÁBYRGÐ

Við bjóðum upp á þjónustuna „eins og hún er“, „með öllum göllum“ og „í samræmi við framboð“Við tryggjum ekki nákvæmni eða tímabærni upplýsinga sem boðið er upp á með þjónustunni.Þú viðurkennir að tölvu- og fjarskiptakerfi eru ekki gallalaus og að stöku sinnum mun þjónustan liggja niðri.Við ábyrgjum ekki að þjónustan verði í gangi án truflana, á réttum tíma, á öruggan hátt eða án villna eða að gögn muni ekki tapast.Við og hlutdeildarfélög, endurseljendur, dreifingaraðilar og smásalar okkar veita enga beina ábyrgð, tryggingar eða skilyrði.Við höfnum allri óbeinni ábyrgð, þar á meðal fyrir seljanleika, fullnægjandi gæði, notagildi í ákveðnum tilgangi, fagmannlega viðleitni og helgi eignarréttar.Tiltekin réttindi kunna að gilda samkvæmt staðbundinni löggjöf.Engu í þessum samningi er ætlað að hafa áhrif á þessi réttindi, ef þau eru viðeigandi.

10. TAKMÖRKUN ÁBYRGÐAR

Microsoft og hlutdeildarfélög, endurseljendur, dreifendur og smásalar veita þér einungis bætur upp að þeirri upphæð sem er jöfn mánaðargjaldi fyrir þjónustuna vegna beins tjóns.Annað tjón verður ekki bætt, þ.m.t. afleitt tjón, glataður hagnaður, sérstakt, óbeint, tilfallandi eða refsivert tjón.

Takmarkanir og undantekningar gilda um allt það sem tengist þessum samningi, svo sem:

 • Þjónustuna.

 • Glötuð gögn.

 • Efni (þ.m.t. kóða) á vefsvæðum þriðja aðila, forritum þriðja aðila eða hegðun þriðja aðila sem haft er samband við með þjónustunni.

 • Veirur eða aðrar hamlandi eiginleika sem hafa áhrif á aðgang þinn að þjónustunni eða notkun þína á henni.

 • Ósamhæfi milli þjónustunnar og annarrar þjónustu, hugbúnaðar eða vélbúnaðar.

 • Tafir eða bilanir sem kunna að eiga sér stað við að hefja eða ljúka við sendingar eða færslur í tengslum við þjónustuna á nákvæman eða tímanlegan hátt.

 • Kröfur vegna samningsbrota, brota á vöruábyrgð, tryggingar eða brota á skilyrðum, hlutlægrar skaðabótaábyrgðar, vanefnda (þ.á.m. vanrækslu eða brota á lögboðnu hlutverki) eða rangfærslna.

Takmarkanirnar og undanþágurnar gilda einnig ef þessi úrbót bætir þér ekki að fullu upp fyrir það ef það vantar upp á eða ef misbrestur er á megintilgangi hennar eða ef við vissum um eða hefðum átt að vita um möguleika á skaðanum.

Ef ríki, sýsla eða land þitt leyfir ekki undanþágu eða takmörkun á ábyrgð vegna tilfallandi, afleidds eða annars tjóns getur verið að sumar eða allar af þessum takmörkunum eða undanþágum gildi ekki um þig.

11. Breytingar á þjónustu og uppsögn

Við getum sagt upp þjónustunni eða eytt eiginleikum hvenær sem er, af hvaða ástæðu sem er. Tiltekin þjónusta kann að vera í forútgáfu — til dæmis beta-útgáfu — og virkar því ekki rétt eða eins og lokaútgáfan myndi virka.Við getum breytt lokaútgáfunni verulega eða ákveðið að gefa ekki út lokaútgáfu.

Við getum sagt upp eða lokað þjónustu þinni og aðgangi þínum að netkerfi Windows Live ID hvenær sem er, án fyrirvara og af hvaða ástæðu sem er.Ástæður okkar fyrir uppsögn geta meðal annars verið að við hættum að bjóða upp á þjónustuna á þínu svæði eða að þú brjótir þennan samning, skráir þig ekki inn á netkerfi Windows Live ID á 90 daga tímabili eða greiðir ekki gjöld sem þú skuldar okkur eða fulltrúum okkar.Ef þjónustunni er sagt upp lýkur afnotarétti þínum tafarlaust.Ef skilríki þín eru felld úr gildi lýkur afnotarétti þínum á Windows Live auðkenni tafarlaust.Uppsögn á þjónustu eða skilríkjum hefur ekki áhrif á skuldbindingu þína til að greiða öll gjöld sem skuldfærð eru á greiðslureikning þinn.Ef við segjum þjónustunni upp í heild sinni, án tilefnis, endurgreiðum við þér allar greiðslur sem hafa borist frá þér í réttu hlutfalli við þann hluta þjónustunnar sem annars myndi standa eftir.

Þú getur sagt þjónustunni upp hvenær sem er og af hvaða ástæðu sem er.Ef um greidda þjónustu er að ræða er hugsanlegt að gjöld verði tekin fyrir hana.Hlutar 6, 9–13, 14 (fyrir upphæðir sem uppsöfnuðust fyrir uppsögn), 15 og þeir hlutar þar sem skilmálar gilda eftir uppsögn þessa samnings verða áfram í gildi þótt þessum samningi verði sagt upp.

12. Almennir lagalegir skilmálar

12.1. Túlkun samningsins

Allir hlutar þessa samnings gilda að því marki sem viðkomandi lög leyfa.Komist dómstóll að þeirri niðurstöðu að okkur sé ekki heimilt að framfylgja samningnum eins og hann er skrifaður munt þú ásamt okkur skipta þeim skilmálum út fyrir álíka skilmála, að því marki sem viðeigandi lög leyfa, en aðrir hlutar samningsins breytast ekki.Þetta er allur samningurinn á milli þín og okkar varðandi þjónustuna.Hann leysir alla fyrri samninga af hólmi eða munnlegar eða skriflegar yfirlýsingar varðandi notkun þína á þjónustunni.Ef þú berð trúnaðarskyldu sem tengist þjónustunni — til dæmis ef þú hefur verið í beta-prófun — berðu áfram þá skyldu.Aðrir skilmálar kunna að gilda þegar þú notar eða greiðir fyrir aðra þjónustu frá Microsoft.Fyrirsagnir hluta þessa samnings takmarka ekki skilmála hans.Ef þú notar þjónustuna frá Þýskalandi gildir samningurinn sem finna má á http://g.msn.de/0TO_/dede.

12.2. Framsal og flutningur

Við getum framselt, flutt eða á annan hátt ráðstafað réttindum okkar og skyldum samkvæmt þessum samningi, að öllu leyti eða að hluta til, hvenær sem er, án fyrirvara.Þú mátt ekki framselja þennan samning eða flytja réttindi til að nota þjónustuna.

12.3. Enginn þriðji aðili

Þessi samningur er eingöngu gerður til hagsbóta fyrir þig og okkur.Hann er ekki gerður til hagsbóta fyrir nokkurn annan, fyrir utan leyfða framsalshafa.

12.4. Kröfur

Tilkynna verður um kröfur innan eins árs.Skila verður kröfu sem tengist þessum samningi eða þjónustunni innan eins árs frá þeim degi sem fyrst var hægt að koma með kröfuna, nema staðbundin lög krefjist lengri tíma til að tilkynna um kröfur.Ef kröfu er ekki skilað á réttum tíma verður henni hafnað endanlega.

12.5. Tilkynningar

Þú mátt tilkynna okkur eins og tekið er fram í notendaaðstoð fyrir þjónustuna.Við samþykkjum ekki tilkynningar í tölvupósti.Þessi samningur er á rafrænu formi.Við getum sent þér, á rafrænu formi, upplýsingar um þjónustuna, viðbótarupplýsingar og upplýsingar sem okkur ber skylda til að veita þér samkvæmt lögum.Við kunnum að veita þér nauðsynlegar upplýsingar í tölvupósti, á það netfang sem þú gafst upp þegar þú skráðir þig fyrir þjónustunni eða með aðgangi að vefsvæði Microsoft sem við auðkennum.Tilkynningar sem sendar eru til þín verða taldar afhendar og mótteknar þegar tölvupósturinn hefur verið sendur.Ef þú samþykkir ekki móttöku tilkynninga rafrænt verður þú að hætta að nota þjónustuna.

13. Samningsaðili, lagaval og staðsetning fyrir úrslausn ágreiningsmála

 • Ef þú býrð í eða ef fyrirtæki þitt er með höfuðstöðvar í Norður- eða Suður-Ameríku ert þú að gera samning við Microsoft Corp., One Microsoft Way, Redmond, WA 98052, Bandaríkjunum, og lýtur samningur þessi lögum Washingtonfylkis um túlkun hans og skulu þau lög gilda um kröfur vegna brota á ákvæðum samningsins, án tillits til lagskilareglna.Allar aðrar kröfur, þar á meðal kröfur er varða lög um neytendavernd, samkeppnislög og vanefndir, munu lúta lögum þess fylkis sem þú hefur lögheimili í innan Bandaríkjanna, eða, ef þú býrð utan Bandaríkjanna, lögum þess lands sem þjónustu þinni verður beint til.Þú og við samþykkjum óafturkallanlega að lúta alfarið lögsögu og varnarþingi fylkis- eða alríkisdómstóls í King County, Washington, Bandaríkjunum, fyrir öll mál sem rísa vegna þessa samnings.

 • Ef þú býrð í eða ef fyrirtæki þitt er með höfuðstöðvar í Evrópu ert þú að gera samning við Microsoft Luxembourg S.à.r.l., 20 Rue Eugene Ruppert, Immeuble Laccolith, 1st floor, L-2543 Lúxemborg.Allar aðrar kröfur, þar á meðal kröfur er varða lög um neytendavernd, samkeppnislög og vanefndir, munu lúta lögum Lúxemborgar eða þess lands sem þú býrð í.Hvað varðar lögsagnarumdæmi þá getur þú valið þann rétt í Lúxemborg eða því landi sem þú býrð í, fyrir öll mál sem rísa vegna þessa samnings.

 • Ef þú býrð í eða ef fyrirtæki þitt er með höfuðstöðvar í Mið-Austurlöndum eða Afríku ert þú að gera samning við Microsoft Luxembourg S.à.r.l., 20 Rue Eugene Ruppert, Immeuble Laccolith, 1st Floor, L-2543 Lúxemborg og lýtur samningur þessi lögum Lúxemborgar um túlkun hans og skulu þau lög gilda um kröfur vegna brota á ákvæðum samningsins, án tillits til lagskilareglna.Allar aðrar kröfur, þar á meðal kröfur er varða lög um neytendavernd, samkeppnislög og vanefndir, munu lúta lögum þess lands sem við beinum þjónustu þinni til.Þú og við samþykkjum óafturkallanlega að lúta alfarið lögsögu og varnarþingi Lúxemborgar fyrir öll mál sem rísa vegna þessa samnings.

 • Ef þú býrð í eða ef fyrirtæki þitt er með höfuðstöðvar í Japan ert þú að gera samning við Microsoft Co. Ltd (MSKK), Odakyu Southern Tower, 2-2-1 Yoyogi, Shibuya-ku, Tokyo 151-8583. Samningur þessi og öll mál sem rísa vegna hans eða eru tengd honum lúta lögum Japans.Þú og við gefum samþykkjum óafturkallanlega að lúta alfarið upphaflegri lögsögu og varnarþingi héraðsdóms Tókýó fyrir öll mál sem rísa vegna þessa samnings.

 • Ef þú býrð í eða ef fyrirtæki þitt er með höfuðstöðvar í Ástralíu, Hong Kong, Indónesíu, Malasíu, Nýja-Sjálandi, Filippseyjum, Singapúr, Taílandi eða Víetnam ert þú að gera samning við Microsoft Operations, Pte Ltd, 1 Marina Boulevard, #22-01, Singapore 01898 og lýtur samningur þessi lögum Singapúrs.Rísi upp mál vegna samnings þessa eða tengt honum, þar á meðal vafi um tilveru, gildi eða uppsögn hans, verður þeim vísað í og að endingu leyst úr þeim í gerðardómi í Singapúr, í samræmi við reglur alþjóðamiðstöðvar gerðadóma í Singapúr (SIAC) um gerðardómsmeðferð og verða úrskurðir þeir felldir inn í þetta ákvæði með tilvísun.Gerðardómurinn skal skipaður einum gerðardómsmanni sem formaður SIAC tilnefnir.Tungumálið sem nota skal í gerðardómnum er enska.Ákvörðun gerðardómsmanns verður endanleg, bindandi og óumdeild og má nota hana sem grundvöll fyrir dómi í hvaða landi eða svæði sem er.

 • Ef þú býrð í eða ef fyrirtæki þitt hefur höfuðstöðvar í Indlandi ert þú að gera samning við Microsoft Regional Sales Corp., fyrirtæki sem starfar samkvæmt lögum Nevadafylkis, Bandaríkjunum, með útibú í Singapúr og höfuðstöðvar á 438B Alexandra Road, #04-09/12, Block B, Alexandra Technopark, Singapúr, 119968 og lýtur samningur þessi lögum Washingtonfylkis, án tillits til lagaskilaréttar.Rísi upp mál vegna samnings þessa eða tengt honum, þar á meðal vafi um tilveru, gildi eða uppsögn hans, verður þeim vísað í og að endingu leyst úr þeim í gerðardómi í Singapúr, í samræmi við reglur alþjóðamiðstöðvar gerðadóma í Singapúr (SIAC) um gerðardómsmeðferð og verða úrskurðir þeir felldir inn í þetta ákvæði með tilvísun.Gerðardómurinn skal skipaður einum gerðardómsmanni sem formaður SIAC tilnefnir.Tungumálið sem nota skal í gerðardómnum er enska.Ákvörðun gerðardómsmanns verður endanleg, bindandi og óumdeild og má nota hana sem grundvöll fyrir dómi á Indlandi eða annars staðar.

 • Ef þú býrð í eða ef fyrirtæki þitt hefur höfuðstöðvar í Kína ert þú að gera samning við Shanghai MSN Network Communications Technology Company Limited, Suite B, 8th Floor, Building Ding, No. 555, Dongchuan Road, Minhang District, Shanghai, PRC, fyrir notkun þína á MSN, Bing eða Windows Live Messenger; lýtur samningur þessi kínverskum lögum eins og þau tengjast notkun þinni á þjónustu þessa samnings, sem stjórnað er af Shanghai MSN Network Communications Technology Company Limited.Vegna notkun þinnar á MSN, Bing eða Windows Live Messenger samkvæmt þessum samningi, verður öllum málum sem rísa vegna samnings þessa eða tengt honum, þar á meðal vafi um tilveru, gildi eða uppsögn hans, vísað í og að endingu leyst úr þeim í gerðardómi í Hong Kong á vegum alþjóðamiðstöðvar gerðardóma í Hong Kong („HKIAC“), samkvæmt reglum UNCITRAL um gerðardómsmeðferð og verða úrskurðir þeir felldir inn í þetta ákvæði með tilvísun.Í slíkum gerðardómi verður einn gerðardómsmaður sem HKIAC tilnefnir í samræmi við reglur UNCITRAL um gerðardóma.Tungumálið sem nota skal í gerðardómnum er enska.Ákvörðun gerðardómsmanns verður endanleg, bindandi og óumdeild og má nota hana sem grundvöll fyrir dómi í Kína eða annars staðar.Þú ert að gera samning við Microsoft Corp., One Microsoft Way, Redmond, WA 98052, USA vegna notkun þinnar á allri annarri þjónustu samkvæmt þessum samningi.Varðandi þær þjónustur þá lýtur samningur þessi lögum Washingtonfylkis, án tillits til lagaskilaréttar.Lögsaga fylkis- eða alríkisdómstóla í King County, Washington, Bandaríkjunum er ekki endanleg.

 • Ef þú býrð í eða ef fyrirtæki þitt er með höfuðstöðvar í Kóreu, þá ert þú að gera samning við Microsoft Korea, Inc., 6th Floor, POSCO Center, 892 Daechi-Dong, Kangnam-Gu, Seoul, 135-777, Kóreu og lýtur samningur þessi lögum Suður-Kóreu.Þú og við samþykkjum óafturkallanlega að lúta alfarið upphaflegri lögsögu og varnarþingi héraðsdóms Seúl fyrir öll mál sem rísa vegna þessa samnings.

 • Ef þú býrð í eða ef fyrirtæki þitt er með höfuðstöðvar í Taívan, þá ert þú að gera samning við Microsoft Taiwan Corp., 8F, No 7 Sungren Road, Shinyi Chiu, Taipei, Taiwan 110, og lýtur samningur þessi lögum Taívan.Þú og við gefum tilnefnum óafturkallanlega héraðsdóm Taipei sem fyrsta stigs dómstól sem hefur lögsögu í öllum málum sem rísa vegna þessa samnings eða í tengslum við hann.

14. Ef þú greiðir Microsoft

14.1. Umhugsunartími

Þegar þú biður um þjónustu frá okkur, samþykkir þú að við getum byrjað að veita þjónustuna án tafar og að þú hefur ekki rétt á riftunar- eða umhugsunartíma, nema ef lög segja til um umhugsunartíma þrátt fyrir afsal þitt og jafnvel þegar þjónusta hefst án tafar.Þú mátt segja upp þjónustunni samkvæmt hluta 14.9.

14.2. Gjöld

Þegar þú greiðir fyrir þjónustu gildir þessi hluti 14 ef þú greiðir okkur beint.Jafnvel þótt þjónustan sjálf sé ókeypis gætir þú engu að síður þurft að greiða gjöld sem tengjast þjónustunni, til dæmis gjöld fyrir nettengingu, textaskilaboð eða annan gagnaflutning.

14.3. Greiðsla

Þú verður að hafa fengið heimild til að nota þann greiðslumáta sem þú tilgreinir þegar þú býrð til greiðslureikning.Þú gefur okkur heimild til að gjaldfæra fyrir þjónustuna með þeim greiðslumáta sem þú velur og fyrir alla þætti þjónustunnar sem gjald er tekið fyrir og þú ákveður að skrá þig fyrir á meðan þessi samningur er í gildi.Við getum gjaldfært:(a) fyrirfram, (b) þegar kaupin eiga sér stað, (c) stuttu eftir kaupin eða (d) reglulega fyrir þjónustu í áskrift.Einnig getum við skuldfært fyrir allt að þeirri upphæð sem þú hefur samþykkt og látum við þig vita fyrir fyrirfram um mismuninn fyrir reglulega gjaldfærslu fyrir þjónustu í áskrift.Við getum gjaldfært fyrir fleiri en eitt af fyrri greiðslutímabilum þínum í einu.Þegar við höfum tilkynnt þér um að þjónustan verði veitt í óákveðinn tíma eða endurnýjuð sjálfkrafa getum við endurnýjað þjónustu þína sjálfkrafa og skuldfært fyrir hvaða endurnýjunartímabil sem er.

14.4. Uppfærslur á greiðslureikningi

Þú verður að halda öllum upplýsingum á greiðslureikningnum uppfærðum.Þú færð aðgang að og getur breytt greiðslureikningnum þínum á vefsvæðinu Billing and Account Management (umsjón með greiðslum og reikningum) (https://billing.microsoft.com).Þú getur einnig breytt greiðslumátanum hvenær sem er.Ef þú segir okkur að hætta að nota greiðslumátann þinn og við fáum ekki lengur greiðslu frá þér fyrir þjónustu sem gjald er tekið fyrir megum við segja þeirri þjónustu upp.Tilkynning þín til okkar hefur ekki áhrif á gjöld sem við færum á greiðslureikning þinn áður en eðlilegt er að við hefðum getað uppfyllt beiðni þína.

14.5. Boð um reynslutíma

Takir þú þátt í boði um reynslutíma verður þú að segja upp þjónustunni við lok reynslutímans til þess að koma í veg fyrir að fleiri gjöld safnist upp, nema við tilkynnum þér um annað.Ef þú segir þjónustunni ekki upp og við höfum tilkynnt þér um að þjónustan muni breytast í greidda áskrift við lok prufutímans, þá heimilar þú okkur að gjaldfæra með greiðslumáta þínum fyrir þjónustuna.

14.6. Verð og verðhækkanir

Skattar og símagjöld eru ekki innifalin í uppgefnu verði fyrir þjónustuna, nema annað sé tekið fram.Þú berð ábyrgð á sköttum og öðrum gjöldum (til dæmis símagjöldum og gengismun).

Við tilkynnum þér fyrirfram um það ef verði þjónustunnar er breytt.Ef þjónustutilboðið er með sérstakri lengd og verði gildir það verð út þann tíma.Þegar tilboðstímabilinu lýkur verður nýja verðið notað við gjaldfærslu fyrir þjónustuna.Ef þjónustan er á tímabilsgrundvelli (til dæmis mánaðarleg), án sérstakrar tímalengdar, munum við tilkynna þér um verðbreytingar með minnst 30 daga fyrirvara.Ef þú samþykkir ekki þessar breytingar verður þú að segja þjónustunni upp og hætta að nota hana áður en breytingarnar taka gildi.Ef þú segir þjónustunni upp lýkur henni við lok gildandi þjónustutímabils eða, ef gjaldfært er með reglulegu millibili á reikninginn, við lok þess tímabils sem þú sagðir upp í.

14.7. Endurgreiðslureglur

Ef annað er ekki tekið fram í lögum eða sérstöku þjónustutilboði eru allar greiðslur fyrir gjöld áunnar þegar þær eru mótteknar og ekki er hægt að fá þær endurgreiddar. Kostnaður fyrir skil verður á þinn kostnað.

14.8. Netyfirlit og villur

Við bjóðum þér upp á nettengt greiðsluyfirlit á vefsvæðinu Billing and Account Management (umsjón með greiðslum og reikningum) (https://billing.microsoft.com), þar sem þú getur skoðað, prentað eða beðið um pappírseintak af yfirlitinu.Ef þú biður um pappírseintak getum við rukkað þig um umsýslugjald.Við bjóðum aðeins upp á pappírseintök fyrir síðustu 120 daga.Ef við gerum villu á reikningnum þínum leiðréttum við hana um leið og þú lætur okkur vita og við rannsökum gjaldfærsluna.Þú verður að láta okkur vita innan 120 daga frá því að villan birtist fyrst á reikningnum þínum.Ef þú lætur okkur ekki vita innan þess tíma losar þú okkur undan allri ábyrgð og kröfum um tjón vegna villunnar og okkur ber því ekki skylda til að leiðrétta villuna.Við getum leiðrétt reikningsvillur hvenær sem er.

14.9. Uppsögn þjónustunnar

Þú getur sagt þjónustunni upp hvenær sem er, af hvaða ástæðu sem er eða án ástæðu.Upplýsingar um uppsögn þjónustunnar eru á vefsvæðinu Billing and Account Management (umsjón með greiðslum og reikningum) (https://billing.microsoft.com).Sum þjónustutilboð geta krafist þess að þú greiðir gjöld fyrir uppsögn, eins og kveðið er á um í því efni þar sem tilboðinu er lýst.Uppsögn þín á þjónustunni hefur ekki áhrif á skuldbindingu þína til að greiða öll gjöld sem gjaldfærð eru á greiðslureikning þinn.

14.10. Vangreiðslur

Við getum lagt á gjald fyrir vanskil ef þú greiðir ekki á réttum tíma, nema þegar það er bannað með lögum.Þú verður að greiða þessi vanskilagjöld þegar við sendum þér reikning fyrir þeim.Vanskilagjaldið verður minna en 1% af ógreiddri upphæð hvers mánaðar eða mesta hlutfall sem lög leyfa.Við megum nota þriðja aðila til að innheimta fyrri upphæðir sem eru í skuld.Þú verður að greiða allan eðlilegan kostnað sem til fellur hjá okkur til að innheimta fyrri upphæðir sem eru í skuld, þar á meðal eðlilegar greiðslur til lögfræðinga og önnur lögfræðigjöld og lögfræðikostnað.Við getum lokað eða sagt upp þjónustunni ef þú greiðir ekki alla upphæðina á réttum tíma.

14.11. Netaðgangsþjónusta

Ef internetaðgangur er ekki innifalinn í þjónustunni berð þú ábyrgð á að greiða gjöld frá internetaðgangsveitunni þinni.Þessi gjöld bætast við þau gjöld sem þú greiðir okkur fyrir þjónustuna.Það sem eftir er af þessum hluta gildir aðeins ef internetaðgangur fylgir með þjónustunni.Ekki er víst að þjónustan sé í boði í þínu landi eða á þínu svæði.

Ef þú notar innhringimótald getur verið að gjöld fyrir samband við útlönd, símtöl utan kerfis og annan aðgang falli á þig, eftir því númeri sem þú hringir úr og hvaðan þú hringir.Þú ættir fyrst að hafa samband við símafyrirtæki þitt til að fá upplýsingar um hvort númerið sem þú vilt nota muni safna slíkum gjöldum. Jafnvel þótt við bendum á símanúmer sem þú getur hringt í getur verið að gjöld safnist áfram, eftir símafyrirtæki, staðsetningu símtalsins og fyrirkomulagi símaáskriftar.Við endurgreiðum ekki fyrir slík gjöld.

15. Greiðslur til þín

Réttur þinn á greiðslu vegna þjónustunnar er háður því að þú veitir okkur tafarlaust allar þær upplýsingar sem við þurfum til að framkvæma greiðsluna.Þú verður að veita okkur þær upplýsingar sem við biðjum um áður en réttur þinn til að taka við greiðslunni rennur út.Þú berð ábyrgð á nákvæmni upplýsinga sem þú veitir og á öllum sköttum og gjöldum sem falla á þig.Þú verður að fara að öllum öðrum skilyrðum sem við setjum við rétt þinn á greiðslum.Ef þú móttekur greiðslu fyrir mistök getum við bakfært eða beðið um endurgreiðslu.Þú samþykkir að vinna með okkur í viðleitni okkar til að gera þetta.Við getum einnig getum einnig lækkað stöðu þína án fyrirvara til að bæta upp fyrir fyrri umframgreiðslu.

16. Microsoft Office Live

Eftirfarandi skilmálar gilda fyrir Microsoft Office Live.

 • Viðskipti þín við aðra. Microsoft getur boðið upp á vörur og þjónustur frá þriðja aðila í gegnum þjónustuna.Ef það er gert þá er samband þitt einungis við þriðja aðila fyrir þær vörur og þjónustur og ekki við okkur.Einungis þú berð ábyrgð á viðskiptum þínum við þriðja aðila.

  Þú staðfestir og ábyrgist að:löglegt sé að selja og dreifa vörum og þjónustum sem þú auglýsir, selur og dreifir og að þær brjóti ekki þennan samning, að þú hafir öll nauðsynleg leyfi til að selja, dreifa og auglýsa þær vörur og þjónustur sem þú býður upp á og að öll sala og allar auglýsingar fari að gildandi lögum.

 • Persónuverndarvenjur þínar. Við notkun þjónustunnar getur verið að þú getir safnað persónuupplýsingum um þriðju aðila.Ef þú getur það, verður þú að:birta persónuverndarstefnu á vefsvæðinu þínu sem, að lágmarki, segir frá hvers konar og allri notkun persónuupplýsinga sem þú safnar frá slíkum þriðju aðilum, bjóða upp á tengil á persónuverndarstefnu þína á heimasíðu vefsvæðisins og á öllum síðum þar sem persónuupplýsingum er safnað frá þriðju aðilum, þar á meðal á greiðslusíðum, og nota persónuupplýsingar aðeins eins og sérstaklega hefur verið leyft með persónuverndarstefnu og í samræmi við gildandi gagnaverndarlög.

 • Lénsheitaþjónusta

  • Ef þú skráir, endurnýjar eða flytur lénsheiti í gegnum þjónustuna, tengjum við þig við viðurkennd skráningaryfirvöld sem munu reyna að skrá, endurnýja eða flytja lénsheitið.Lénsþjónustusamningar fyrir ccTLD og gTLD eru samningar á milli þín og skráningaryfirvalda og ekki á milli þín og Microsoft.Sem slíkur gildir 16. hluti þessa samnings.

   Microsoft stýrir ekki framboði á nokkru lénsheiti sem þú vilt skrá eða endurnýja og ber enga ábyrgð á notkun þinni á lénsheitinu.Þú staðfestir og ábyrgist að öll lénsheiti sem þú skráir, endurnýjar eða flytur í gegnum þjónustuna og skráningaryfirvöld munu ekki brjóta á réttindum þriðju aðila.

  • Ef þjónustu þinni er af einhverri ástæðu sagt upp verður lénsheiti þitt áfram skráð út gildandi árstímabil en mun ekki vísa á vefvæði þitt eða virka með tölvupóstþjónustu, að undanskildum fimm fyrstu dögunum frá því að þú gerist áskrifandi að þjónustunni.

17. Margmiðlunareiningar og sniðmát Office.com og Office Web App

Ef þú notar Microsoft Office.com eða Microsoft Office Web Apps getur verið að þú hafir aðgang að myndum, klippimyndum, hreyfimyndum, hljóðum, tónlist, myndskeiðum, sniðmátum og efni á öðru formi („margmiðlunareiningum“) sem fylgir með hugbúnaðinum sem er fáanlegur á Office.com eða sem er hluti af þjónustu sem tengist hugbúnaðinum.Þú mátt afrita og nota margmiðlunareiningar í verkefnum og skjölum.Þú hefur ekki heimild til að:(i) selja, gefa leyfi fyrir eða dreifa eintökum margmiðlunareininga, einum og sér eða sem vöru ef megingildi vörunnar felst í margmiðlunareiningunum, (ii) veita viðskiptavinum heimild til að gefa frekara leyfi eða dreifa margmiðlunareiningunum, (iii) gefa leyfi fyrir eða dreifa í viðskiptalegum tilgangi margmiðlunareiningum sem innihalda framsetningu á einstaklingum, ríkisstjórnum, merkjum, vörumerkjum eða táknmyndum sem hægt er að bera kennsl á eða sem nota þessar myndir á hátt sem gæti gefið til kynna stuðning eða tengingu við vöru, aðila eða athöfn þína, eða (iv) búa til ósiðleg verk með margmiðlunareiningunum.Nánari upplýsingar eru á vefsvæðinu Use of Microsoft Copyrighted Content (notkun höfundarréttarvarins efnis) (http://www.microsoft.com/permission).

18. Microsoft Points

Microsoft Points er þjónusta þar sem þú getur safnað punktum og innleyst þá fyrir tilteknar þjónustur á netinu og stafrænar vörur.Þú getur séð hve marga punkta þú átt með því að athuga punktastöðu þína á https://billing.microsoft.com.Þú getur fengið valdar þjónustur eða stafrænar vörur sem við kjósum að bjóða í skiptum fyrir punkta.Þú getur gert þetta með því að innleysa punktana eins og tilgreint er í þeim tilteknu skilaboðum sem þú sérð fyrir þessi tilboð.

Hægt er að safna punktum á ýmsa vegu.Til dæmis getur þú keypt punkta og tilteknar þjónustur geta gefið þér punkta fyrir að nota þjónustuna eða tiltekna eiginleika í þjónustunni (einnig kallað „kynningarpunktar“).Þú getur aðeins unnið þér inn kynningarpunkta fyrir þær aðgerðir sem þú lýkur við.Þú berð ábyrgð á öllum skattalegum afleiðingum sem þátttaka þín í punktaþjónustunni kann að hafa.

Þegar þú færð punkta færðu takmarkað leyfi fyrir stafræna vöru.Punktar hafa ekkert peningalegt gildi.Þú mátt ekki fá reiðufé eða peninga í skiptum fyrir punkta, sama hvernig þú safnaðir þeim punktum.Punktar eru ekki í þinni persónulegu eigu.Það eina sem fæst fyrir að nota punkta eru tilteknar þjónustur á netinu eða stafrænar vörur sem við bjóðum í skiptum fyrir punkta.Við getum takmarkað tilboð fyrir punktainnlausn í samræmi við búsetuland þitt.Við hvetjum þig til að innleysa punkta þína.Þótt tiltekið tilboð sé til fyrir punktainnlausn skuldbindur það okkur ekki til að viðhalda eða halda áfram að bjóða upp á tilboðin í framtíðinni.Umfang, úrval og gerð þjónustu á netinu og stafrænna vara sem þú kannt að eignast með innlausn punkta geta breyst hvenær sem er.Okkur ber engin skylda til að halda áfram að bjóða upp á tilboð fyrir punktainnlausn.

Kynningarpunktar geta runnið út hvenær sem er, eins og skilgreint er í skilaboðum sem tengjast viðkomandi kynningu.Við getum sagt upp, lokað eða takmarkað aðgang þinn að punktastöðu þinni ef grunur leikur á um sviksamlega eða ólöglega virkni eða misnotkun á punktastöðu þinni.Þegar punktum hefur verið eytt úr stöðu verða þeir ekki settir aftur inn, nema eftir okkar eigin ákvörðun.Þegar við segjum upp, lokum eða takmörkum aðgang þinn að punktastöðu þinni missir þú tafarlaust rétt þinn til að nota punktastöðu þína,Við munum gera viðeigandi ráðstafanir til að rannsaka punktastöður sem sæta aðgangstakmörkunum og til að komast fljótt að lokaniðurstöðu um takmarkanirnar.Þar að auki getum við takmarkað notkun þína á punktaþjónustunni, þar á meðal með því að setja takmörk á:fjölda punkta sem þú kannt að hafa safnað í punktastöðu þína í einu, fjölda punkta sem þú innleysir á tilteknu tímabili (til dæmis einum degi) og fjölda kynningarpunkta sem þú færð í einu tilviki.

Ef við bætum punktum við stöðu þína fyrir þátt sem er síðar gerður ógildur, sem er hætt við eða sem felur í sér skilaða vöru, munum við fjarlægja þá punkta úr stöðu þinni.Þú verður að tryggja að við bætum punktum rétt við punktastöðu þína.Ef þú telur að þú hafir með réttu áunnið þér punkta sem við höfum ekki bætt við punktastöðu þína munum við ekki íhuga að bæta þeim punktum við nema þú hafir samband við okkur innan 12 mánaða frá þeirri dagsetningu þegar þú vannst þér punktana inn.Við getum krafist eðlilegra gagna til stuðnings kröfu þinni.

19. MSN Video

Myndskeið og innfellanlegur spilari fyrir myndskeið sem fáanleg eru á MSN Video eru aðeins fyrir persónulega notkun þína sem er ekki í viðskiptalegum tilgangi og ekki má hlaða þeim niður, afrita eða endurdreifa þeim án leyfis rétthafa, nema annað sé tekið fram.Þú mátt ekki nota innfellanlegan spilara fyrir myndskeið á vefsvæði sem hefur þann megintilgang að birta auglýsingar eða safna áskriftartekjum eða sem er í beinni samkeppni við MSN Video, nema þú fáir leyfi okkar fyrirfram.Þú samþykkir að notkun þín á innfellanlegum spilara fyrir myndskeið getur leitt til frekari kostnaðar frá þriðju aðilum, gjalda og höfundarréttargreiðslna, þar á meðal viðeigandi höfundarréttargjalda fyrir opinbera spilun í þínu landi eða á þínu svæði.

20. Bing raddleit í farsímum

Ef þú notar leit með raddskipunum í Bing-farsímaforritinu gefur þú Microsoft leyfi til að taka upp og safna raddílagi þínu.Raddílagið verður notað til að bjóða þér upp á Bing-farsímaþjónustu og til að bæta vörur og þjónustur með raddgreiningu.

TILKYNNINGAR

Tilkynninga- og kröfuferli vegna brota á höfundarrétti. Tilkynningar um kröfu vegna brots á höfundarrétti skal senda til tilnefnds umboðsaðila Microsoft. FYRIRSPURNUM SEM EKKI EIGA VIÐ ÞETTA FERLI VERÐUR EKKI SVARAÐ Upplýsingar og samskiptaupplýsingar er að finna í tilkynninga- og kröfuferli vegna brota á höfundarrétti (Notice and Procedure for Making Claims of Copyright Infringement, http://www.microsoft.com/info/cpyrtInfrg.htm).

Tilkynningar og ferli varðandi hugverkarétt í auglýsingum á kostuðum vefsvæðum. Lestu yfir leiðbeiningar okkar um hugverkarétt (Intellectual Property Guidelines, http://go.microsoft.com/fwlink/?LinkId=243207) varðandi hugverkarétt á auglýsinganeti okkar.

Tilkynningar um höfundarrétt og vörumerki. Allt efni þjónustunnar er varið með höfundarrétti © 2012 Microsoft Corporation og/eða birgja þess, One Microsoft Way, Redmond, WA 98052, Bandaríkjunum. Allur réttur áskilinn. Við eða birgjar okkar eigum titla, höfundarrétt og annan hugverkarétt á þjónustunni og efni hennar. Microsoft og heitin, vörumerkin og táknin fyrir allar vörur, hugbúnað og þjónustu Microsoft eru hugsanlega annaðhvort vörumerki eða skráð vörumerki Microsoft (http://www.microsoft.com/about/legal/en/us/IntellectualProperty/Trademarks/EN-US.aspx) í Bandaríkjunum og/eða öðrum löndum. Heiti raunverulegra fyrirtækja og vara gætu verið vörumerki viðkomandi eigenda. Allur réttur sem ekki er veittur með yfirlýstum hætti í þessum samningi er áskilinn. Tiltekinn hugbúnaður sem notaður er á tilteknum vefsvæðisþjónum Microsoft byggist að hluta til á vinnu Independent JPEG Group. Höfundarréttur © 1991-1996 Thomas G. Lane. Allur réttur áskilinn. „gnuplot“-hugbúnaður sem notaður er á tilteknum vefsvæðisþjónum Microsoft er varinn með höfundarrétti © 1986-1993 Thomas Williams, Colin Kelley. Allur réttur áskilinn.

Hlutabréfagengi og vísitölugögn (þ. á m. vísitölugildi). Allar upplýsingar sem fengnar eru frá Interactive Data Corporation („IDC“) og tengdum félögum („IDC-upplýsingar“) og innifaldar eru í þjónustunni eru í eigu IDC og tengdra félaga eða þeir eru leyfishafar. Þér er einungis heimilt að geyma, vinna með, greina, endursníða, prenta eða birta IDC-upplýsingarnar til eigin nota. Þú mátt ekki birta, endursenda, endurdreifa eða endurgera á annan hátt nokkurs konar IDC-upplýsingar á neinu sniði. Þú getur ekki heldur notað IDC-upplýsingar í eða í tengslum við fyrirtæki eða viðskiptastofnun, þ. á m., án takmarkana, hvers kyns verðbréf, fjárfestingu, bókhald, bankastarfsemi, lagalega starfsemi eða miðlunarfyrirtæki. Áður en viðskipti með verðbréf eru gerð á grunni IDC-upplýsinganna er þér ráðlagt að ráðfæra þig við miðlara þinn eða annan fjárhagslegan ráðgjafa til að staðfesta verðupplýsingarnar. Hvorki IDC né tengd fyrirtæki eða leyfisveitendur þeirra bera ábyrgð gagnvart neinum notanda eða nokkrum öðrum vegna hvers kyns truflana, ónákvæmni, tafa, villu eða yfirsjónar, óháð orsökunum, í IDC-upplýsingunum eða vegna neins skaða (hvort sem um er að ræða beinan eða óbeinan skaða, afleiddan, refsiskaða eða dæmigerðan skaða) sem af hlýst. Ákvæði þessa hluta endurspegla fyrirkomulag á milli Microsoft og IDC og tengdra fyrirtækja og þú samþykkir að þessi hluti, en ekki aðrir hlutar þessa samnings, eigi við um IDC-upplýsingarnar ef upp koma árekstrar eða ósamræmi við annað ákvæði í þessum samningi.

Þú mátt ekki nota neina af vísitölum Dow JonesSM, vísitölugögn eða merki Dow Jones í tengslum við útgáfu, stofnun, kostun, viðskipti, markaðssetningu eða kynningu á neinum fjármálagerningum eða fjárfestingarvörum (til dæmis afleiðum, sérhönnuðum vörum, fjárfestingarsjóðum, sjóðum sem viðskipti eru með á verðbréfamarkaði eða fjárfestingarsöfnum; þar sem verð, arður og/eða afköst gerningsins eða fjárfestingarvörunnar er byggður á, tengdur eða ætlað að fylgjast með hvers kyns vísitölu eða staðgengli fyrir hvers kyns vísitölu) án sérstaks skriflegs samkomulags við Dow Jones.

Fjárhagsleg tilkynning. Microsoft er ekki miðlari/söluaðili eða skráður fjárfestingarráðgjafi sem háður er bandarískum alríkislögum um verðbréf eða lögum um verðbréf í öðrum lögsögum og gefur einstaklingum ekki ráðgjöf um fýsileika þess að fjárfesta í, kaupa eða selja verðbréf eða aðrar fjármálavörur eða -þjónustu. Ekkert sem innifalið er í þjónustunni er tilboð eða beiðni um að kaupa eða selja nein verðbréf. Hvorki Microsoft né leyfishafar þess á hlutabréfagengi eða vísitölugögnum mæla með neinum sérstökum fjármálavörum eða -þjónustu. Engu í þjónustunni er ætlað að vera fagleg ráðgjöf, þ. á m. en án takmörkunar við ráðgjöf um fjárfestingar eða skatta.

Tilkynning um H.264/AVC myndstaðalinn og VC-1 myndefnisstaðalinn. Hugbúnaðurinn gæti verið búinn H.264/MPEG-4 AVC og/eða VC-1 afkóðunartækni. MPEG LA, L.L.C. krefst eftirfarandi tilkynningar:

ÞESSI VARA ER HÁÐ LEYFUM AVC OG VC-1 EINKALEYFASAFNANNA FYRIR EIGIN NOTKUN NEYTANDA OG NOTKUN SEM EKKI ER VIÐSKIPTALEGS EÐLIS TIL AÐ (A) KÓÐA MYNDEFNI Í SAMRÆMI VIÐ STAÐLANA („MYNDEFNISSTAÐLAR“) OG/EÐA (B) AFKÓÐA AVC OG VC-1 MYNDEFNI SEM VAR KÓÐAÐ AF NEYTANDA SEM STUNDAÐI EIGIN ATHAFNIR EÐA ATHAFNIR SEM EKKI ERU VIÐSKIPTALEGS EÐLIS OG/EÐA VAR FENGIÐ FRÁ MYNDEFNISVEITU MEÐ HEIMILD TIL AÐ VEITA SLÍKT MYNDEFNI. EKKERT AF LEYFUNUM NÆR YFIR AÐRAR VÖRUR ÓHÁÐ ÞVÍ HVORT SLÍK VARA VAR INNIFALIN Í ÞESSUM HUGBÚNAÐI SEM EINN HLUTUR. EKKERT LEYFI ER VEITT EÐA SKAL GEFIÐ Í SKYN TIL NEINNAR ANNARRAR NOTKUNAR. FREKARI UPPLÝSINGAR MÁ FÁ HJÁ MPEG LA, L.L.C. SJÁ VEFSVÆÐI MPEG LA (http://go.microsoft.com/fwlink/?LinkId=31690).

Þessi tilkynning er til skýringar eingöngu og takmarkar hvorki né kemur í veg fyrir notkun hugbúnaðarins sem veittur er undir þessum samningi fyrir eðlilega viðskiptalega notkun sem telst eigin notkun í þeim viðskiptum og felur ekki í sér (i) endurdreifingu hugbúnaðarins til þriðju aðila eða (ii) að efni sé búið til með tækni sem samræmist myndefnisstöðlunum til dreifingar til þriðju aðila.