Fá aftur aðgang að Microsoft-reikningi sem brotist hefur verið inn á

Ef lokað hefur verið fyrir Microsoft-reikninginn þinn gæti einhver verið að nota reikninginn til að komast í persónulegar upplýsingar um þig eða senda ruslpóst. Við getum aðstoðað þig við að endurheimta reikninginn og við að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur.

Nánari upplýsingar um Microsoft-reikninga er að finna í Hvað er Microsoft-reikningur?

Af hverju var lokað fyrir reikninginn minn?

Við urðum vör við óvenjulega virkni á reikningnum þínum og þess vegna lokuðum við fyrir hann tímabundið. Við vitum að það getur verið mjög ergilegt að láta loka fyrir reikninginn, en þetta er mikilvægt verkfæri sem hjálpar okkur að vernda alla viðskiptavini okkar, þar á meðal þig, fyrir ruslpóstsendingum og netsvindli.

Aðgangsorð endurstillt eða því breytt

Ef þú heldur að brotist hafi verið inn á Microsoft-reikninginn þinn ættirðu að prófa að skrá þig inn á hann á netinu. (Ef þú hefur þegar skráð þig inn á þínu tæki skaltu byrja á því að skrá þig út)

  • Ef þér tekst að skrá þig inn ættirðu að breyta aðgangsorðinu strax. Með þessu móti er komið í veg fyrir að sá sem þekkir aðgangsorðið þitt geti komist í reikninginn.

  • Ef þú getur ekki skráð þig inn á reikninginn er hugsanlegt að einhver annar hafi þegar breytt aðgangsorðinu. Veldu Kemstu ekki inn á reikninginn þinn? og veldu síðan Ég held að einhver annar sé að nota Microsoft-reikninginn minn. Fylgdu leiðbeiningunum til að endurheimta reikninginn þinn.

Þú getur líka farið beint á síðuna Endurstilla aðgangsorð og fylgt leiðbeiningunum þar.

Auktu öryggi reikningsins í framtíðinni

Kíktu á hollráðin okkar til að stuðla að auknu öryggi Microsoft-reikningsins þíns. Til að komast hjá því að aftur verði lokað fyrir reikninginn þinn ráðleggjum við þér sérstaklega að kíkja á leiðbeiningar um hvernig búa á til sterkt aðgangsorð og bæta síðan öryggisupplýsingum við reikninginn þinn. Með því að bæta öryggisupplýsingum við reikninginn þinn verður auðveldara fyrir þig að endurheimta hann ef aðrir ná stjórn á honum eða ef þú gleymir aðgangsorðinu. Upplýsingarnar eru notaðar til að bæta öryggi þitt og því er gott að setja inn eins mikið af upplýsingum og þú getur. Við notum öryggisupplýsingarnar þínar aldrei í markaðstilgangi – þær eru aðeins til að staðfesta hver þú ert.

Þarftu frekari aðstoð?