Fá aftur aðgang að Microsoft-reikningi sem brotist hefur verið inn á

Ef brotist hefur verið inn á Microsoft-reikninginn þinn gæti einhver verið að nota reikninginn til að komast í persónulegar upplýsingar þínar eða senda ruslpóst. Við getum aðstoðað þig við að endurheimta reikninginn og við að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur.

Nánari upplýsingar um Microsoft-reikninga er að finna í Hvað er Microsoft reikningur?

Aðgangsorð endurstillt eða því breytt

Ef þú heldur að brotist hafi verið inn á Microsoft-reikninginn þinn ættirðu að prófa að skrá þig inn á hann á netinu.

Innskráning á Microsoft-reikninginn á netinu

 1. Skráðu þig inn á Microsoft-reikninginn þinn.

 2. Gerðu eitt af eftirfarandi:

  • Ef þú getur enn skráð þig inn á Microsoft-reikninginn ættirðu að breyta aðgangsorðinu strax. Með þessu móti er komið í veg fyrir að sá sem þekkir aðgangsorðið þitt geti komist í reikninginn. Pikkaðu eða smelltu á Breyta aðgangsorði á síðunni Öryggi og persónuvernd og fylgdu síðan leiðbeiningunum.

  • Ef þú getur ekki skráð þig inn á reikninginn er hugsanlegt að aðgangsorðinu hafi verið breytt. Pikkaðu eða smelltu á Kemstu ekki inn á reikninginn þinn?, veldu Ég held að einhver annar sé að nota Microsoft-reikninginn minn, pikkaðu eða smelltu á Áfram og fylgdu síðan leiðbeiningunum.

   Þú getur líka farið beint á síðuna Endurheimta aðgangsorð og fylgt leiðbeiningunum þar.

Auktu öryggi reikningsins í framtíðinni

Með því að bæta öryggisupplýsingum við reikninginn þinn verður auðveldara fyrir þig að endurheimta hann ef aðrir ná stjórn á honum eða ef þú gleymir aðgangsorðinu. Upplýsingarnar eru notaðar til að bæta öryggi þitt og því er gott að setja inn eins mikið af upplýsingum og þú getur. Við notum öryggisupplýsingarnar þínar aldrei í markaðstilgangi – þær eru aðeins til að staðfesta hver þú ert.

Að setja inn öryggisupplýsingar fyrir Microsoft-reikning

 1. Skráðu þig inn á Microsoft-reikninginn þinn og opnaðu síðuna Öryggi og persónuvernd.

 2. Undir Öryggisupplýsingar auka öryggi reikningsins þíns skaltu pikka eða smella á Setja inn öryggisupplýsingar og fylgja leiðbeiningunum til að setja inn ólíkar gerðir öryggisupplýsinga (t.d. aukanetfang eða símanúmer).

Need more help?